15 febrúar 2008


Jæja jæja... Loksins komumst við út!! Fyrsti göngutúrinn í 10 daga. Erum allar að koma til, ennþá pínu hor í nös en að öðru leiti erum við bara allar hinar hressustu. Við vorum eins og littlir kálfar að vori til enda ekkert smá vorlegt veður í gær. Við löbbuðum til Ömmu og Afa á Langholtsvegi og þeim fannst rosa gaman að sjá okkur. Fengum kerruna lánaða hjá frænku okkar henni Berglindi og erum ekkert smá ánægðar með að vera komnar með hana aftur því það fer rosa vel um okkur og pabbi er mikið duglegri að fara með okkur út þegar það er svona þægilegt að labba með okkur. Annars erum við bara góðar og biðjum að heilsa.
kv
Agla Rut og Njála Rún
ps. Við setjum inn aðra mynd á eftir ;)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þið eruð Æðislegar eins og ævinlega og bíllinn ykkar sem hún Berglind frænka lánaði ykkur er bara meiriháttar og ég elska að vera bílstjórinn eins og ég fékk um daginn,,

kv.
amma