08 febrúar 2008

Agla og Njála fengu smá kex bita á meðan mamma og pabbi borðuðu hina frægu tómatsúpukássu sem pabbi bjó til í gær. Þær voru nefnilega búnar að borða sinn skamt. Annars er ýmislegt búið að ganga á í dag og síðustu nót. Málið er að eins og fram hefur komið á blogginu hefur verið smá flensuskítur fastur hér á Kleppsvegi 138. Það er eins og við ætlum ekki að ná að hrista þetta af okkur. Svo klukkan eitt í nótt vaknaði Njála alveg að brenna og reyndist vera með 39,5°C. Við feðgin fórum því til læknis í morgun sem sagði að við gætum búist við því að hitinn yrði til staðar fram yfir helgi. Vonandi náum við þessu úr okkur öllum um helgina og getum tæklað næstu viku af fullum krafti.

Við sendum inn fleiri myndir um helgina en segjum bara góða nótt og bless í bili. kv E+J+A+N

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottar systur og látið nú ykkur batna

Ragna sagði...

Ohh... thid erud svo sætar! Röggu frænku langar alveg svakalega mikid ad knúsa thessar mjúku kinnar. Vonandi ad thid fáid thad sem allra best sem fyrst.

Kv. frá Köben.

Ps. Egill...mátt alveg breyta linkinu á nýju síduna :)