11 febrúar 2008

Helgin í hnotskurn:
Hún hófst eiginlega á föstudaginn þar sem ég var heima með "the three ladys" sem voru allar veikar. Njála með tæpar 40°C og hinar tvær með flensuna. Við tókum okkur til og fórum á bónusvideo, þeir eru með tilboð í gangi, 3 nýjar og 4 gamlar sem maður þarf ekki að skila fyrr en þrem dögum seinna. Algjör snilld!! Annars er það að frétta af okkur að Júlía bauð mömmu sinni á Ivanov í þjóðleikhúsinu. Þær skemmtu sér konunglega og víst óhætt að mæla með þessari sýningu. Ég og Jón tengdapabbi fórum svo á Laddi 6-tugur í gærkvöldi og skemmtum okkur mjög vel. Meðalaldurinn á sýningunni var samt í hærri kanntinum, þrjár fremstu raðirnar voru ekkert nema skallar og hárkollur, eða eins og Laddi mundi orða það, allt saman lið sem er komið með frítt í strætó! hehe.
kv
Egill

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki að spyrja að því og þú og tengdapbbi með í strætó, gott að þið skemmtuð ykkur vel