25 febrúar 2008


Hér er svo Agla aðeins búin að laga bolinn sinn og fann aðrar sokkarbuxur sem hún tróð sér í utan yfir buxurnar sínar!


Njála átti sko ekkert í erfiðleikum með að ná þessu.. foreldrum sínum til mikils ama. Aftur á móti komst hún náttúrulega alveg í náðina hjá föðurnum með því að labba að pabba sínum, setja upp bros og segja ,,Pabbi" brosa svo ennþá meira og hlaupa í burtu!!! Annars eru þetta fréttir helgarinnar, kom fjórum sinnum uppúr minni... Pabbi...
með kveðju
Egill


Agla alveg búin að læra hvernig á að komast í Cherrios skálina á borðinu jafnvel þó hún sé í miðjunni þar sem þær systur "komast ekki í hana".. Stuttu seinna kenndi hún sýstur sinni hvernig ætti að gera þetta..

22 febrúar 2008


Við fórum út að leika okkur í gær. Fórum á róló á bak við hús og skemmtum okkur konunglega! Hér er Njála að spá í hvernig í ósköpunum Agla systir nær að hlaupa svona hratt í þessum stígvélum og galla... Þetta reddaðist nú samt allt og undir lok ferðarinnar var sú minni alveg farin að halda í við stóru systur :) Við reyndum að taka mynd af Öglu líka en hún fékkst svo sannarlega ekki til að vera kyrr nógu lengi!!! (Það var svona gaman)
Annars sendum við kannski inn einhverjar myndir um helgina...
kv
EJAN

18 febrúar 2008


,,Við eigum loksins herbergi!" Þær systur mjög ánægðar með nýjustu mubluna!
kv
Egill

Komnar upp hillur og skókassar inni hjá stelpunum.
kv
Egill

16 febrúar 2008


En svo tók Agla sig bara til og samdi við systur sínu um að það væri ekkert vit í að vera hvor í sínum skónum, svo Njála lét hana bara fá hinn skóinn líka og hér er Agla orðin tilbúin í bæjarflakk...
kv
Pabbinn


En kuldaskórnir hennar mömmu eru bara svo mikið betri að þær ákváðu að hvor fengi bara sinn skóinn...


...Og Agla varð að prófa inniskóinn hans pabba...


Hér er Njála að máta kuldaskóna hennar mömmu..

15 febrúar 2008


Hér erum við svo ekkert smá sælar í kerrunni!!


Jæja jæja... Loksins komumst við út!! Fyrsti göngutúrinn í 10 daga. Erum allar að koma til, ennþá pínu hor í nös en að öðru leiti erum við bara allar hinar hressustu. Við vorum eins og littlir kálfar að vori til enda ekkert smá vorlegt veður í gær. Við löbbuðum til Ömmu og Afa á Langholtsvegi og þeim fannst rosa gaman að sjá okkur. Fengum kerruna lánaða hjá frænku okkar henni Berglindi og erum ekkert smá ánægðar með að vera komnar með hana aftur því það fer rosa vel um okkur og pabbi er mikið duglegri að fara með okkur út þegar það er svona þægilegt að labba með okkur. Annars erum við bara góðar og biðjum að heilsa.
kv
Agla Rut og Njála Rún
ps. Við setjum inn aðra mynd á eftir ;)

11 febrúar 2008

Helgin í hnotskurn:
Hún hófst eiginlega á föstudaginn þar sem ég var heima með "the three ladys" sem voru allar veikar. Njála með tæpar 40°C og hinar tvær með flensuna. Við tókum okkur til og fórum á bónusvideo, þeir eru með tilboð í gangi, 3 nýjar og 4 gamlar sem maður þarf ekki að skila fyrr en þrem dögum seinna. Algjör snilld!! Annars er það að frétta af okkur að Júlía bauð mömmu sinni á Ivanov í þjóðleikhúsinu. Þær skemmtu sér konunglega og víst óhætt að mæla með þessari sýningu. Ég og Jón tengdapabbi fórum svo á Laddi 6-tugur í gærkvöldi og skemmtum okkur mjög vel. Meðalaldurinn á sýningunni var samt í hærri kanntinum, þrjár fremstu raðirnar voru ekkert nema skallar og hárkollur, eða eins og Laddi mundi orða það, allt saman lið sem er komið með frítt í strætó! hehe.
kv
Egill

10 febrúar 2008


Það er greinilega ekki sama hvort maður er Jón eða sériff Jón... hehe

08 febrúar 2008

Ég var búinn að lofa myndum af þvottahúsinu. Nennti samt ekki að laga neitt til fyrir þessa myndatöku, smellti bara einni af og skellti hér inn.

kv

Egill

Agla og Njála fengu smá kex bita á meðan mamma og pabbi borðuðu hina frægu tómatsúpukássu sem pabbi bjó til í gær. Þær voru nefnilega búnar að borða sinn skamt. Annars er ýmislegt búið að ganga á í dag og síðustu nót. Málið er að eins og fram hefur komið á blogginu hefur verið smá flensuskítur fastur hér á Kleppsvegi 138. Það er eins og við ætlum ekki að ná að hrista þetta af okkur. Svo klukkan eitt í nótt vaknaði Njála alveg að brenna og reyndist vera með 39,5°C. Við feðgin fórum því til læknis í morgun sem sagði að við gætum búist við því að hitinn yrði til staðar fram yfir helgi. Vonandi náum við þessu úr okkur öllum um helgina og getum tæklað næstu viku af fullum krafti.

Við sendum inn fleiri myndir um helgina en segjum bara góða nótt og bless í bili. kv E+J+A+N

06 febrúar 2008


Hér eru þær systur að horfa á teiknimyndir þegar pabbi kom heim. Mamma fékk að leggja sig þar sem hún er núna orðin lasin. Loksins þegar Pabbi, Agla og Njála eru orðin næstum frísk, þá verður Mamma lasin. Við ætlum að vera rosa góð við hana og færa henni mat í rúmið á eftir.
kv
Egill

05 febrúar 2008


Nú og þá var Agla næst í röðinni... Maturinn gekk mjög vel og á Amma Óla heiður skilið fyrir mjög gott saltkjöt og baunir. Stelpurnar voru reyndar pínu þreyttar undir það síðasta og létu duglega í sér heyra en það tilheyrir þegar maður hefur ekki tíma til að leggja sig nema 45 mín á daginn..
Annars fengum við pínu slæmar fréttir af Afa okkar á Akureyri honum Jóhanni, hann brenndi sig á hendi í gær og er núna bara með poka á hægri hendinni. Við viljum senda Afa kveðjur og vonum að honum batni sem fyrst!!
kv
EYJAN - short of a why ;)



Hér er Njála hjá Afa Jóni. Alveg æst að komast í saltkjöt og baunir.
Jæja, þá er búið að baða dömurnar og fjölskyldan tilbúin að kíkja til Ömmu og Afa á Langholtsvegi í saltkjöt og baunir. Við tökum vonandi eina eða tvær myndir og skellum þeim inn í kvöld eða morgun.
kv
E+J+A+N



Við fengum nýjan stubbaþátt í morgun af stöð 2. Erum svolítið uppteknar í augnablikinu við að horfa á hann. Aftur á móti er pabbi heima að vinna í dag, þarf að klára nokkur mál fyrir vinnuna sína þannig að hann fylgist með okkur á meðan hann vinnur í tölvunni sinni... Okkur finnst það mjög gaman en stundum pínu erfitt að fá ekki að vinna fyrir hann á þessa tölvu!
Annars erum við orðnar frískar, nánast ekkert kvef lengur og finnst rosa gaman að fylgjast með gæsunum í garðinum hjá okkur. Við sendum kannski aðra línu seinnipartinn þegar við erum búnar að leggja okkur.
kv
Systurnar tvær.

04 febrúar 2008


Svona smá breyting á baðherberginu... svona lítur þetta út í dag.. það fóru blóð, sviti og tár í þetta herbergi.. en það var sko þess virði... stór og góður handklæðaofn sem sér nánast um upphitun á allri íbúðinni... algjör snilld og svo er komið draumabað inn, bara eftir að setja upp sturtustöngina og glerið á baðkarshliðina.. að öðru leiti komið. Skal síðan á næstu dögum skella inn myndum af herbergjunum og stofunni... og auðvitað þvottahúsinu.

Þangað til á morgun,
kv
Egill


Hér er svo Agla komin til að fá að heyra söguna líka ;)


Hér erum við Njála inní herberginu þeirra... sitjum við dyrnar og vorum að lesa bók... svo kom Agla systir og...


En svo við snúum okkur aftur að íbúðinni.. hér er þvottahúsið eins og það leit út í byrjun Janúar... Það hefur líka breyst töluvert, skal skella inn mynd af því á morgunn...

kv

Egill


Hér er svo Njála í einum af innkaupakerrunum að skemmta sér konunglega með hreyndýrahornin.. ;)


Hér erum við í Byko fyrir jólin, Agla aðeins að máta jólasveinahúfuna...

Hér er Ívar að setja upp klósettkassann.. þetta gerðist 30.nóvember... hefur tekið örum breytingum síðan og í dag er þessi kassi flísalagður með mósaík (sem N.B. ég hvet alla til að forðast því maður missir geðheilsuna við að leggja mósaík flísar)... hef heyrt comment eins og ,,það er ekkert mál að leggja mósaík.. þetta er á svona grisjum..." já ekkert mál... hafðu bara samband við mig og segðu mér hvernig gekk að leggja þessar grisjur á lóðréttan vegg... ekki eins og þær hætti að hlusta á þyngdaraflið við það að vera á grisjum :@

kv
Bitri flísarinn Egill


Hér er svo Júlía að mála hurðirnar af skápunum okkar. Þessi er tekin 28.nóvember...


Hér vorum við stödd 27. nóvember síðastliðinn... ætla að skella inn nokkrum myndum sem við náðum af ferlinu og set svo inn að lokum myndir af íbúðinni eins og hún er í dag.