26 desember 2008


Þær fá sko alveg að horfa á teiknimyndir með okkur! Reyndar er stelpan hennar Njálu sofandi, en það er bara afþví að hún hefur séð þessa teiknimynd áður!


Sjáið þið bara!


Fyrsta verk á morgnana er að athuga hvort "littlu börnin" hafi það ekki gott. Við fengum svona í jólagjöf frá afa og ömmu á akureyri en þau eru stödd í Danmöruku hjá Röggu frænku og vildu því sjá okkur passa þær vel.

28 nóvember 2008


Smá afslöppun fyrir framan imbann ;)

29 október 2008


Tríóið að horfa á sjónvarp saman! Stelpurnar alveg uppgefnar eftir leikskólann..

03 október 2008


Fyrsti snjórinn og við á leiðinni í leikskólann!!

02 október 2008


Við erum bara að lesa bók... svona eftir matinn...

26 september 2008


Hér er verið að mála í fyrsta skipti, ekkert smá skemmtilegt og það komu út þessar líka fínu myndir!

01 september 2008


Ekki gat Agla verið minni manneskja!

Hér er svo Njála á hjóli í fyrsta skiptið!

31 ágúst 2008

Gangi þér vel í leikskólanum á morgun Njála... sömuleiðis Agla :)

17 ágúst 2008


Smá Cheerios með teiknimyndunum. Við erum aftur á móti búnar að vera með hita og kvef yfir helgina en erum allar að koma til núna. Vonandi verðum við svo bara orðnar frískar strax á mánudaginn.
kv
Systurnar

13 ágúst 2008


Við verðum líka að setja inn eina svona "ferska" af Njálu ;)


Nývökknuð og ekkert smá fersk!! Amma og afi eru í heimsókn hjá okkur frá Akureyri en afi lagði af stað til Akureyrar í nótt á flutningabílnum. Hann kemur svo aftur um helgina til að vera áfram hjá okkur. Annars er ýmislegt búið að vera í gangi hjá okkur í sumar, við erum búin að fara á ættarmót, fara í heimsókn til ömmu og afa í Lónkot og ýmislegt fleira. Svo erum við komnar með fast pláss á leikskóla 1.september en mamma byrjar í skólanum sínum á föstudaginn eftir rúma viku svo amma ætlar að hjálpa okkur í millitíðinni.
kv
Agla og Njála

16 júní 2008


Erum við ekki að fara að fara??

Jæja, við erum tilbúnar að fara út í sólina...

15 júní 2008


Pabbi.. það á víst að vera gott veður í dag...

Í fréttum er þetta helst...

29 maí 2008


Svo skreið sú littla bara upp í rúm og vildi fá að leggja sig eftir erfiðan dag.. ;)
kv
Pabbi & Mamma


Og hér er Njála komin á rugguhest sem var sko EKKERT SMÁ GAMAN!!!


Komnar upp og á leiðinni yfir keðjubrúna...


Við fórum út á leikvöll í fyrradag.. ekkert smá gaman í kastalanum...

25 maí 2008


Hér er Agla ekki búin að fara út í tæpa viku því hún er búin að vera með hita... þarna var hún orðin töluvert spennt að komast út svo við fórum auðvitað í góðan göngutúr þegar hitinn var loksins farinn..
kv
Pabbinn

24 maí 2008


Njála var sko ekki á þeim buxunum að leyfa pabba einum að ryksuga... Það var sko ekki tekið í mál að fá ekki að hjálpa...

21 maí 2008


Agla er eitthvað lasin, með kvef og pínu hita, hér eru þær systur samt að horfa saman á barnaefnið.. :D

10 maí 2008


Á Akureyri að horfa á sjónvarpið...

16 apríl 2008


Jæja, pabbinn er búinn að vera veikur heima og ekki alveg verið í því að posta nóg á netið. Hér er aftur á móti mynd af þeim systrum að teikna í fyrsta sinn... Þetta fannst þeim sko ekkert smá skemmtilegt, svo skemmtilegt að Agla þver tók fyrir að hætta og þegar ég segi þver tók fyrir, þá meina ég, lagðist í gólfið og trylltist. Svolítið undarlegt því Agla er nú yfirleitt ekki sú sem er að æsa sig mikið, en þetta er greinilega hennar hjartansmál, því foreldrunum til mikillar furðu brást hún nákvæmlega eins við í næsta skipti sem hún fékk að lita... og svo er stranglega bannað að segja henni til, það er eins og maður sé að rífa af henni putta þegar maður reynir að snúa tússpennanum við í hendinni á henni þannig að hún þurfi ekki að snúa hálfhring uppá handlegginn...
Annars er pabbinn að fara að vinna á Verk og vit um helgina og ekki víst að hann verði mikið með stelpunum til að taka myndir af þeim..
kv
Egill

05 apríl 2008



Hér er svo önnur..



Þurftum aðeins að vinna í hlöðunni á Kárastöðum.. fann eitt lítið og nýfætt... svolítið mikið krúttlegt... :D



Jæja... þá er maður tilbúinn á hjólið og best að skella sér í smá action!! Verst að ég gleymdi góðu myndavélinni þannig að ég get hvorki tekið myndir af okkur á hjólunum né af norðurljósunum sem eru alveg rosaleg hérna því það er svo heiðskýrt... Annars saknar pabbi stelpnanna sinna í Reykjavík töluvert.. en hann þarf bara að bíða þangað til á morgun með að hitta þær :D
Kveðja frá Hvammstanga
Egill

03 apríl 2008



Við fórum út á leikvöll sem er bakvið húsið okkar um daginn og stelpurnar gjörsamlega misstu sig í sandinum.. fyrsta skipti sem þær hafa getað leikið sér eitthvað í honum því hann hefur verið frosinn hingað til..
Þarna sést að Agla er að grafa gögn til Kína.. það þarf varla að taka fram að það þurfti að draga þær aftur heim...
kv
Pabbinn

30 mars 2008


Hér er Agla svo í nýja kjólnum og nýju skónum frá Ömmu og Afa sem voru að koma heim frá Kanarí..


Og svo er ég SVOOOOOOONA stór...


Sko.. ég geri þetta bara svona!!


Jæja, kominn tími fyrir nokkrar myndir.. hér er Njála að stelast til að leika sér í ljósarofunum... eins og sést, veit hún vel að hún er að stelast!

16 mars 2008


Njála er sko með þetta allt á hreinu, hér er hún að glugga í bókina; How to get rich eftir Donald Trump... 
Ljóst að mín er búin að setja markmið fyrir komandi ár...

09 mars 2008


Bókaormar... náði þessari mynd um daginn og gleymdi að skella henni inn...


Sunnudagsafslöppun eins og hún gerist best! Hér eru þær mæðgur að horfa saman á Stubbana.. mis mikill áhugi í gangi samt... :p
EJAN

07 mars 2008


Við erum eins og hálfsárs í dag og þar af leiðandi fengum við að horfa á vidio og borða Cherrios í sófanum! Þegar við vorum svo búnar að því fórum við í Holtagarða þar sem mamma og pabbi gáfu okkur nýja skó í hálf afmælisgjöf! Við erum ekkert smá ánægðar með nýju skóna og hlaupum núna út um allt í þeim.
Kveðja
Agla & Njála

05 mars 2008


Jæja, pabbi og Agla þurftu uppá læknavakt í gær til að láta kíkja í eyrun hjá Öglu. Það reyndist vera komin bólga í hægra eyrað þannig að litla prinsessan er komin á sýklalyf... Annars stóð hún sig eins og hetja að bíða í um hálftíma eftir að komast inn til læknisins og á tímabili horfði hún bara agndofa á stelpu sem var litlu eldri og vældi út í eitt... Svo sagði læknirinn að þetta væri nú ekkert smá hraust stelpa að öðru leiti og sá að henni finnst gulrætur góðar ;) Við megum því búast við því að næstu tveir dagar fari í pirring og óþægindi...
kv
Egill


Þar sem allir voru orðnir frekar pirraðir á þessu tannadóti ákváðum við að fara bara út í sólina á laugardeginum.. enda var sko veðrið til þess. Við komum við í Erninum og fengum að pumpa í dekkin á kerrunni og erum sko bara á kappaksturkerru núna!! Annars hefur verið lítið að frétta af okkur og því ekki bloggað jafn mikið og undanfarna daga. Við stefnum samt á að breyta því og ætlum að fá pabba til að vera duglegan að mynda okkur :)
kv
Agla og Njála


Hér er Njála enn að naga blessuðu puttana...


Tennur tennur tennur... þetta hefur verið þema síðustu daga. Stelpurnar eru saman að taka 7 nýjar tennur í neðri gómum. Agla hefur ekki tekið þessu jafn auðveldlega og Njála, því þessu hefur fylgt hiti og miklar svefntruflanir hjá Öglu.

25 febrúar 2008


Hér er svo Agla aðeins búin að laga bolinn sinn og fann aðrar sokkarbuxur sem hún tróð sér í utan yfir buxurnar sínar!


Njála átti sko ekkert í erfiðleikum með að ná þessu.. foreldrum sínum til mikils ama. Aftur á móti komst hún náttúrulega alveg í náðina hjá föðurnum með því að labba að pabba sínum, setja upp bros og segja ,,Pabbi" brosa svo ennþá meira og hlaupa í burtu!!! Annars eru þetta fréttir helgarinnar, kom fjórum sinnum uppúr minni... Pabbi...
með kveðju
Egill


Agla alveg búin að læra hvernig á að komast í Cherrios skálina á borðinu jafnvel þó hún sé í miðjunni þar sem þær systur "komast ekki í hana".. Stuttu seinna kenndi hún sýstur sinni hvernig ætti að gera þetta..

22 febrúar 2008


Við fórum út að leika okkur í gær. Fórum á róló á bak við hús og skemmtum okkur konunglega! Hér er Njála að spá í hvernig í ósköpunum Agla systir nær að hlaupa svona hratt í þessum stígvélum og galla... Þetta reddaðist nú samt allt og undir lok ferðarinnar var sú minni alveg farin að halda í við stóru systur :) Við reyndum að taka mynd af Öglu líka en hún fékkst svo sannarlega ekki til að vera kyrr nógu lengi!!! (Það var svona gaman)
Annars sendum við kannski inn einhverjar myndir um helgina...
kv
EJAN

18 febrúar 2008


,,Við eigum loksins herbergi!" Þær systur mjög ánægðar með nýjustu mubluna!
kv
Egill

Komnar upp hillur og skókassar inni hjá stelpunum.
kv
Egill

16 febrúar 2008


En svo tók Agla sig bara til og samdi við systur sínu um að það væri ekkert vit í að vera hvor í sínum skónum, svo Njála lét hana bara fá hinn skóinn líka og hér er Agla orðin tilbúin í bæjarflakk...
kv
Pabbinn