Jæja, pabbi og Agla þurftu uppá læknavakt í gær til að láta kíkja í eyrun hjá Öglu. Það reyndist vera komin bólga í hægra eyrað þannig að litla prinsessan er komin á sýklalyf... Annars stóð hún sig eins og hetja að bíða í um hálftíma eftir að komast inn til læknisins og á tímabili horfði hún bara agndofa á stelpu sem var litlu eldri og vældi út í eitt... Svo sagði læknirinn að þetta væri nú ekkert smá hraust stelpa að öðru leiti og sá að henni finnst gulrætur góðar ;) Við megum því búast við því að næstu tveir dagar fari í pirring og óþægindi...
kv
Egill
kv
Egill
3 ummæli:
Þú ert vel af guði gerð mín kæra og verður þú ekki í vandræðum að hrista þetta ef þér, verst að amma skyldi ekki sjá hvor var hvað á fyrri myndum en svona er amma :)og hvað með það ??
kv. amma
Vonandi eru eyrun að lagast hjá henni Öglu. En annars æðislega gaman að skoða bloggið ykkar og fylgjast með á netinu! Höldum áfram að kíkja reglulega :)
Hún er orðin mun betri og alveg hætt að pota í eyrað. Þetta virðist því bara hafa farið með sýklalyfinu! :D
Skrifa ummæli