30 mars 2008


Hér er Agla svo í nýja kjólnum og nýju skónum frá Ömmu og Afa sem voru að koma heim frá Kanarí..


Og svo er ég SVOOOOOOONA stór...


Sko.. ég geri þetta bara svona!!


Jæja, kominn tími fyrir nokkrar myndir.. hér er Njála að stelast til að leika sér í ljósarofunum... eins og sést, veit hún vel að hún er að stelast!

16 mars 2008


Njála er sko með þetta allt á hreinu, hér er hún að glugga í bókina; How to get rich eftir Donald Trump... 
Ljóst að mín er búin að setja markmið fyrir komandi ár...

09 mars 2008


Bókaormar... náði þessari mynd um daginn og gleymdi að skella henni inn...


Sunnudagsafslöppun eins og hún gerist best! Hér eru þær mæðgur að horfa saman á Stubbana.. mis mikill áhugi í gangi samt... :p
EJAN

07 mars 2008


Við erum eins og hálfsárs í dag og þar af leiðandi fengum við að horfa á vidio og borða Cherrios í sófanum! Þegar við vorum svo búnar að því fórum við í Holtagarða þar sem mamma og pabbi gáfu okkur nýja skó í hálf afmælisgjöf! Við erum ekkert smá ánægðar með nýju skóna og hlaupum núna út um allt í þeim.
Kveðja
Agla & Njála

05 mars 2008


Jæja, pabbi og Agla þurftu uppá læknavakt í gær til að láta kíkja í eyrun hjá Öglu. Það reyndist vera komin bólga í hægra eyrað þannig að litla prinsessan er komin á sýklalyf... Annars stóð hún sig eins og hetja að bíða í um hálftíma eftir að komast inn til læknisins og á tímabili horfði hún bara agndofa á stelpu sem var litlu eldri og vældi út í eitt... Svo sagði læknirinn að þetta væri nú ekkert smá hraust stelpa að öðru leiti og sá að henni finnst gulrætur góðar ;) Við megum því búast við því að næstu tveir dagar fari í pirring og óþægindi...
kv
Egill


Þar sem allir voru orðnir frekar pirraðir á þessu tannadóti ákváðum við að fara bara út í sólina á laugardeginum.. enda var sko veðrið til þess. Við komum við í Erninum og fengum að pumpa í dekkin á kerrunni og erum sko bara á kappaksturkerru núna!! Annars hefur verið lítið að frétta af okkur og því ekki bloggað jafn mikið og undanfarna daga. Við stefnum samt á að breyta því og ætlum að fá pabba til að vera duglegan að mynda okkur :)
kv
Agla og Njála


Hér er Njála enn að naga blessuðu puttana...


Tennur tennur tennur... þetta hefur verið þema síðustu daga. Stelpurnar eru saman að taka 7 nýjar tennur í neðri gómum. Agla hefur ekki tekið þessu jafn auðveldlega og Njála, því þessu hefur fylgt hiti og miklar svefntruflanir hjá Öglu.