16 apríl 2008


Jæja, pabbinn er búinn að vera veikur heima og ekki alveg verið í því að posta nóg á netið. Hér er aftur á móti mynd af þeim systrum að teikna í fyrsta sinn... Þetta fannst þeim sko ekkert smá skemmtilegt, svo skemmtilegt að Agla þver tók fyrir að hætta og þegar ég segi þver tók fyrir, þá meina ég, lagðist í gólfið og trylltist. Svolítið undarlegt því Agla er nú yfirleitt ekki sú sem er að æsa sig mikið, en þetta er greinilega hennar hjartansmál, því foreldrunum til mikillar furðu brást hún nákvæmlega eins við í næsta skipti sem hún fékk að lita... og svo er stranglega bannað að segja henni til, það er eins og maður sé að rífa af henni putta þegar maður reynir að snúa tússpennanum við í hendinni á henni þannig að hún þurfi ekki að snúa hálfhring uppá handlegginn...
Annars er pabbinn að fara að vinna á Verk og vit um helgina og ekki víst að hann verði mikið með stelpunum til að taka myndir af þeim..
kv
Egill

05 apríl 2008



Hér er svo önnur..



Þurftum aðeins að vinna í hlöðunni á Kárastöðum.. fann eitt lítið og nýfætt... svolítið mikið krúttlegt... :D



Jæja... þá er maður tilbúinn á hjólið og best að skella sér í smá action!! Verst að ég gleymdi góðu myndavélinni þannig að ég get hvorki tekið myndir af okkur á hjólunum né af norðurljósunum sem eru alveg rosaleg hérna því það er svo heiðskýrt... Annars saknar pabbi stelpnanna sinna í Reykjavík töluvert.. en hann þarf bara að bíða þangað til á morgun með að hitta þær :D
Kveðja frá Hvammstanga
Egill

03 apríl 2008



Við fórum út á leikvöll sem er bakvið húsið okkar um daginn og stelpurnar gjörsamlega misstu sig í sandinum.. fyrsta skipti sem þær hafa getað leikið sér eitthvað í honum því hann hefur verið frosinn hingað til..
Þarna sést að Agla er að grafa gögn til Kína.. það þarf varla að taka fram að það þurfti að draga þær aftur heim...
kv
Pabbinn