Í dag prófuðum við í fyrsta skipti að labba heim úr leikskólanum.. Það gekk mjög vel en miðaði svolítið hægt því það þurfti að stoppa hjá öllum blómum og þefa auk þess sem það þurfti að stoppa á tveimur rólóvöllum til að leika sér.. Svo var ekkert allt of spennandi að leiða alla leið, en það tókst nú samt..
2 ummæli:
Ofsalega eru húfurnar ykkar klæðilegar. Amma Ósk öfundar ykkur af þeim, það væri nú ekki ónýtt að eiga svona húfu á hjólið á köldum morgni á leið í vinnuna.
Heyrðu húfurnar eru sérsaumaðar úr RL magazine og kostuðu held ég 99.000.- íslenska aura þannig að amma getur alveg vel sparað fyrir einni og fjárfest.. við erum með mjög góðan tengilið hjá RL... ;)
Skrifa ummæli